Heimatilbúnir hamborgarar



800 gr nautahakk
3 hvítlauksgeirar
1/2 stór laukur
3 egg
1 askja rifinn piparostur
svartur pipar
grænmetissalt

Byrjið á að saxa laukinn mjög smátt og merjið hvítlaukinn í hvítlaukspressu. Blandið síðan öllum hráefnunum saman í skál og blandið vel. Setjið inní ísskáp og látið kólna vel, þá er auðveldara að móta þá í borgara eftir á.

Mótið 6 borgara úr deiginu og veltið aðeins uppúr hveiti, þá haldast þeir vel þéttir. Grillið svo á útigrilli við meðalhita. Setjið ostsneið á borgarana þegar þeim hefur verið snúið við. Munið heimagerðir borgarar þurfa oft aðeins lengri tíma en búðarkeyptir því þeir eru þykkri.

Grillið brauðin í smástund á grillinu og setjið borgarana í brauðin.

Hrikalega gott að nota Fabrikkusósu og piparsósu á borgarana, ásamt salati, tómötum og rauðlauk. Ég steikti líka sveppi uppúr smjöri og hvítlauk og setti inní.

Mæli með þessum borgara !!!!

Comments

Popular Posts