Chili con carne

2 laukar
2 hvítlauksgeirar
2 gulrætur
2 stilkar sellerí
2 rauðar paprikur
ólívuolía
1 tsk chilli duft
1 tsk cumin
1 tsk kanill
salt og svartur pipar
400g dós kjúklingabaunir
400g dós rauðar nýrnabaunir
2x 400g tómatar í dós
500g hakk
1 lítið búnt af fersku kóríander
2 msk balsam edik

Skerið niður allt grænmetið og setjið í pott með olívuolíu, steikið á meðalhita. Bætið kryddinu út í og látið malla í um 7 mínutur og hrærið vel í á meðan. Skolið kjúklinga- og nýrnabaunirnar og setjið út í ásamt tómötunum. Bætið þá hakkinu út í og hrærið vel saman við. Fyllið eina tómatdósina af vatni og bætið útí. Bætið kóríander og balsam edikinu útí. Látið suðuna koma vel upp og látið svo malla í 1-1 1/2 tíma.

Berið fram með kúskús eða hrísgrjónum og góðu brauði.

Comments

Popular Posts