Blaut súkkulaðikaka



Þessi kaka svoleiðis bráðnar uppí manni.

Botn:
250 gr dökkt súkkulaði/suðusúkkulaði
250 gr smjör
6 egg
2 1/2 dl sykur
1 dl hveiti

Byrjið á að hita ofninn í 175°C. Bræðið svo smjörið í potti og setjið síðan súkkulaðið útí og látið bráðna saman við. Á meðan er sykur og egg hrært saman þar til blandan verður ljós og létt. Setjið þá hveitið saman við og hrærið.

Hellið hrærunni í smelluform og bakið neðst í ofni í 30 mín. Botninn er fullbakaður þegar hann er farinn að springa á hliðunum en hann á vera mjúkur í miðjunni.

Látið kólna í mótinu og best er að setja borninn í ísskápinn áður en kremið er sett á.

Krem:
100 gr smjör
100 gr dökkt súkkulaði/suðusúkkulaði
3/4 dl hunang eða agave síróp

Bræðið smjörið í potti og setjið síðan súkkulaðið saman við og látið bráðna. Setjið þá hunangið/agave sírópið útí og hrærið. Gott að láta kremið stífna aðeins áður en það er sett á botninn.

Borin fram með rjóma.



Comments

Post a Comment

Popular Posts