Hakkbollur í ostasósu

Hakkbollurnar:
500 gr nauta- eða lambahakk
1 egg
1 dl hveiti
12-15 ritz kexkökur
Gott á lambið kryddblanda
Svartur pipar

Byrjið á að hita ofninn í 180°C. Blandið síðan saman í skál hakki, eggi, hveiti og muldum ritzkökum. Kryddið eftir smekk og formið í litlar bollur. Léttsteikið á pönnu við miðlungshita og setjið í eldfast mót. 

Sósan:
Smurostur eða fastur ostur t.d. piparostur, mexíkó....
1/4 l Rjómi/matreiðslurjómi
1 b Mjólk

Hitið saman í potti við vægan hita þar til osturinn er bráðnaður.

Hellið sósunni yfir bollurnar og stráið gratínosti/pizzaosti yfir (magn eftir smekk). Setjið í ofninn og eldið í 20 mín. Berið fram með spaghetti/pasta, lítríku salati og rifsberjasultu.



Comments

Popular Posts