Kanil og bananamuffins

200g sykur
125g smjör
3 bananar
3 egg
1 tsk vanilludropar
1/4 tsk salt
1 tsk matarsódi
1-2 tsk kanill (magn eftir smekk)
250g hveiti

Stillið ofninn á 180C. Hrærið sykur og smjör vel saman í hræruvél, bætið síðan eggjunum einu og einu í senn. Setjið síðan bananana og vanilludropana útí. Síðast er þurrefnunum bætt útí og hrært varlega saman við. Setjið í muffinsform, helst í muffinsbökunarformi (þá verða þær svo flottar ;) og bakið í 10-15 mín.

Comments

Popular Posts