Fylltar tortillakökur


Innihald:
hakk
1 bréf tacokrydd
1 krukka taco/salsasósa
1 dós 10% sýrður rjómi
8 litlar tortillakökur
3 tómatar
1 rauðlaukur
rifinn ostur

Byrjið á að steikja hakkið. Bætið þá kryddinu útí ásamt ca 2dl af vatni. Látið blönduna sjóða niður, bætið þá hálfri salsasósu úti og ásamt 2 msk af sýrðum rjóma. Sjóðið saman við vægan hita þar til sósan er nokkuð þykk. Hitið ofninn í 220°C.


Skerið rauðlaukinn og tómatana smátt. Takið til öll hráefnin sem eiga að fara á tortilluna.


Byrjið á að smyrja ca 1 msk af sýrðum rjóma á tortilluna. 
Dreifið síðan ostinum, rauðlauknum og tómötunum yfir.


Setjið síðan hakkblönduna á tortilluna.


Rúllið upp og raðið þétt saman í eldföstu móti sem búið er að smyrja með olíu. Slettið síðan sýrðum rjóma og salsasósu yfir og dreifið að lokum rifnum osti yfir.


Eldið í ofni við 220°C í 20 mín. Berið fram með sýrðum rjóma og salsasósu.
Njótið vel.



Comments

Post a Comment

Popular Posts