Súkkulaði og möndlubitar

Mér finnst yndislegt að geta búið til svona hollt nammi, sætan kemur úr döðlunum og rúsínunum og súkkulaðið er 70% sem er bara hollt og gott fyrir okkur. Þessi uppskrift kemur af www.cafesigrun.com með smá breytingu. Njótið vel..... þetta kemur sko á óvart !!!

130 gr döðlur
40 gr rúsínur
75 gr möndlur
100-120 gr 70% súkkulaði

Látið döðlurnar, rúsínurnar og möndlurnar liggja í bleyti í ca. 20 mín. Þerrið lítillega og setjið síðan í matvinnsluvél. Blandið þar til döðlurnar eru orðnar vel maukaðar.

Á meðan er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði, magn eftir smekk (mér finnst gott að hafa mikið súkkulaði. Kælið lítillega og blandið síðan saman við döðlublönduna.

Klæðið ferkantað kökumót, ca 16cm, með plastfilmu eða bökunarpappír og setjið blönduna í botninn. Passið að þrýsta blöndunni vel niður og hafa hana nokkuð jafna. Kælið í klukkutíma eða fryst í 30 mín eftir þvi hvað þið eruð óþolinmóð .

Takið úr forminu og skerið í litla bita. Geymist best inní ísskáp

Comments

Popular Posts