Hollir Snickersbitar

Uppskrift kemur upprunalega frá Heilsuhúsinu

200 gr. döðlur
100 gr. möndlur
100 gr. kókósmjöl
1/2 tsk. vanilluduft eða dropar

Byrjið á að setja döðlur og möndlur í bleyti í 20 mín. Síðan eru möndlurnar maukaðar fyrst í matvinnsluvél og hitt sett út í á eftir. Klæðið ferkantað kökuform með bökunarpappír eða plastfilmu og þrýstið vel niður. Setjið í frysti í 15 mín. Þá er botninn tekinn út og lífrænu grófuhnetusmjöri smurt yfir, magn fer eftir smekk. Sett aftur í frysti á meðan súkkulaðið er búið til.


Súkkulaðibráð:

1 dl. kókósolía (brædd í vatnsbaði)

1 dl. hreint hrákakó (lífrænt)
1/2 dl. agave sýróp
eða
100 gr 70% súkkulaði (brætt í vatnsbaði)
smá sletta af agavesírópi

Súkkulaðibráðinni er hellt yfir og mótið sett aftur í frysti. Skerið niður í konfektbita og geymið í frysti. Berist fram ísköld.

Comments

Popular Posts