Snakkfiskur

ýsa eða þorskur
1 paprikusmurostur 300 gr
1 hvítlaukssmurostur 150 gr
2 gulrætur
1 paprika
1/2 sæt kartafla
1/4 L matreiðslurjómi
rifinn ostur
saltsnakk
paprikuduft
salt og pipar

Hitið ofninn í 180°C. Skerið fiskinn í bita, raðið í olíuborið eldfast mót og kryddið með salti og pipar. Skerið niður grænmeti og steikið við vægan hita á pönnu, látið mýkjast. Á meðan setjið ostinn og rjómann í pott og látið bráðna saman. Setjið síðan grænmetið yfir fiskinn, þá ostasósuna, stráið snakki yfir og loks rifnum osti. Kryddið yfir með paprikudufti og bakið í ofni í ca 20-25 mín.

Comments

Popular Posts