Orkuríkir hafraklattar

 Upprunalega uppskriftin er héðan

1 b haframjöl
1/2 b kókosmjöl
1/2 b sólblómafræ/hörfræ/sesamfræ....
1/4 b hveitikím/prótínduft
1/4 b múslí
1/4 b döðlur, skornar smátt
1/3 b agavesíróp
1 1/2 msk smjör/kókosolía
1/2 tvk vanilludropar
salt eftir smekk


Byrjið á því að rista fræin aðeins undir grillinu í ofninum. Hrærið á meðan saman höfrum, kókosmjöli, salti og hveitikími í stórri skál. Setjið döðlur, síróp, smjör og vanilludropa saman í pott, yfir meðalhita, og hrærið saman þangað til döðlurnar eru farnar að bráðna saman við sírópsblönduna og blandan  rétt farin að bubbla. Færa þá pott af hita og blandið öllu saman. Stundum hef ég sett smá auka olíu útí ef mér finnst blandan of þurr.

Að lokum er öllu saman hellt ofan á smjörpappír sem komið hefur verið fallega fyrir ofan í þartilgerðu móti. Síðan er þessu þrýst vel niður í formið og kælið í ísskáp.

Comments

Popular Posts