Ístertan ógurlega


Marengsbotn
Vanilluís
Kókosbolluís
Súkkulaðiís

Marengsbotn:
3 eggjahvítur
150 gr sykur
1/2 tsk lyftiduft

Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykri smám saman útí ásamt lyftiduftinu. Bakið í smelluformi við 120°C í 2 tíma og látið kólna í ofninum yfir nótt.

Byrjum á því að baka marengsinn, þegar hann er búinn að kólna yfir nótt þá losum við hann af smelluforminu en setjum hann svo aftur í. Þá útbúum við vanilluísinn og setjum lag af honum yfir marengsinn og beint inn í frysti. Getur verið að það sé dálítið mikið af ísnum þá setjiði bara til hliðar smá af hverri sort í annað form og frystið það sér.

Vanilluís:
1 peli rjómi
75 gr sykur
2 eggjarauður
2 egg
vanilludropar

Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Bætið þá eggjunum og vanilludropunum. Blandið rjómanum varlega út í.

Þá útbúum við kókosbolluísinn, setjum lag af honum yfir vanilluísinn og inn í frysti.

Kókosbolluís:
1 peli rjómi
4 kókosbollur
Súkkulaðikurl

Rjóminn þeyttur og kókosbollurnar stappaðar varlega saman við. Súkkulaðikurli bætt útí.

Þá er það súkkulaðiísinn seinastur en ekki sístur. Þetta er klárlega besti súkkulaðiís ever !! Setjið lag af honum yfir kókosbolluísinn, setjið plastfilmu yfir smelluformið og frystið vel.

Súkkulaðiís:
200 gr 70 % súkkulaði
4 eggjarauður
150 ml síróp
2 tsk vanillusykur
½ tsk kanill
1 peli rjómi

Þeytið saman eggjarauður og síróp, bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og blandað saman við eggjablönduna ásamt vanillusykri og kanil. Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega útí.

Takið ístertuna út úr frysti amk 30 mín áður en það á að borða hana. Skreytið með rjóma og berjum, eða því sem hugurinn girnist. Ég lofa því að þessi kaka svíkur engann !!

Comments

  1. Hrillilega girnileg,verður sko prófuð fljótlega.
    Flottar uppskriftir hjá þér og ég ferlega heppin að rekast á bloggið þitt svona alveg óvart:)Á eftir að koma við reglulega.
    Kv Heiða

    ReplyDelete

Post a Comment

Popular Posts