Gamaldags bollur

3 1/2 b hveiti
2 tsk þurrger
2 msk sykur
1 1/2 tsk salt
1/4 b mjúkt smjör
2/3 b heitt vatn
1/2 b ylvolg mjólk

Setjið öll hráefnin saman í skál og hnoðið þar til deigið verður slétt og samfellt. Setjið deigkúluna í olíuborna skál og látið hefast í u.þ.b. klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Sláið deigið þá niður, setjið smá hveiti á borðið og setjið deigkúluna ofan á. Skiptið deiginu í 16 jafnstórar bollur.

Smyrjið tvö 23 cm hringlaga form og raðið 8 bollum í hvort form. Leggið viskastykki yfir formin og látið bollurnar hefast í aðra klukkustund, þar til þær eru orðnar þéttar upp að hvorri annarri.

Hitið ofninn í 180°C og bakið í 20-25 mínutur eða þar til þær eru gullnar að ofan. Takið formin úr ofninum og smyrjið bollurnar með bráðnu smjöri og berið fram volgar.

Comments

Popular Posts