Ljúffengt speltbrauð


Þessa uppskrift fékk ég frá Salóme Töru Guðjónsdóttur sem er með mér í marsmömmu-hóp 2011.

5 dl gróft spelthveiti
1/2 dl kókosmjöl
1/2 dl góð kornblanda (má vera hvað sem er eða sleppa)
3tsk lyftiduft eða vínsteinslyftiduft
1/2-1 tsk maldon salt
1 & 1/2 dl ab-mjólk
1 & 1/2 dl sjóðandi heitt vatn

Þurrefnunum er blandað vel saman og síðan er vökvanum blandað saman við. Það sem skiptir mestu máli er að blanda deiginu mjög varlega saman með sleif og helst aðeins 10 handtök svo að brauðið verði ekki að klessubrauði! Svo er brauðið bakað við 200°C á blæstri í 20-25 mín. 

Gott er að baka það í síliconformi og strá yfir deigið nokkrum kornum áður en það er bakað!

Comments

Popular Posts