Holl pítubrauð

Upprunaleg uppskrift úr Af bestu lyst sem gefin er út í samvinnu við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð. Hún er svo betrumbætt af mér ;) og gerð ennþá hollari ;)

4 dl spelt
4 dl gróft spelt/heilhveiti
1 dl sesamfræ/hörfræ
1 tsk grænmetissalt
1 tsk hrásykur/agave síróp
2 1/2 tsk þurrger
3 dl volgt vatn

Blandið þurrefnunum saman og hrærið volgu vatninu saman við. Látið hefast í 20 mínutur og hnoðið þá í 8 bollur. Fleytjið svo út þar til þær eru um 1/2 cm á þykkt og látið hefast í 10 mínutur í viðbót.

Bakið í 3 mínutur við 250°C. Gott er að baka 4 í einu og þær eiga að vera ljósar og mjúkar þegar þær koma úr ofninum ;)

Comments

Popular Posts