Bananamuffins



Upprunalega uppskriftin er frá www.cafesigrun.com en ég hef breytt henni aðeins:

125gr spelt/heilhveiti
50 gr hrásykur
25 gr haframjöl
1 tsk vínsteinslyftiduft (kúffull)
1 tsk kanill
smá heilsusalt
1/2 msk agave síróp/maple síróp
2 vel þroskaðir bananar
1 egg
1 eggjahvíta
50 gr 70% súkkulaði
25 gr hnetur

Hitið ofninn í 190°C. Blandið þurrefnunum saman í sér skál. Stappið síðan bananana í annarri skál ásamt sírópinu og eggjunum. Blandið báðum skálunum síðan varlega saman og alls ekki hræra of mikið (á að vera kekkjótt). Setjið síðan í sílíkon muffinsform og bakið í 25 mín.

A.t.h. ef þið eigið ekki sílíkon form þá athugið það að það er ekki hægt að nota venjulega pappírsform fyrir þessar muffins því þær innihalda ekki olíu eða smjör. Best er að sníða hring (undirskál) úr bökunarpappír og setja það í hvert muffinsform (muffinsbökunarplata, fæst t.d. í IKEA)

Comments

Popular Posts