Kjúklingaspjót m/hvítlaukssósu og grilluðum sætum kartöflum

Uppskrift frá Yesmine Olsson, Framandi og Freistandi, með smá breytingum.

Fyrir 2:

1-2 kjúklingabringur
sæt chillisósa
1/2 sæt kartafla
salt og pipar

Skerið kjúklingabringurnar í bita og látið liggja í sætu chillisósunni í 10 mín. Þræðið svo uppá grillpinna og steikið á pönnu. Gott er að bleyta pinnana aðeins undir heitu vatni áður en þrætt er uppá þá.
Skerið sætu kartöfluna í sneiðar og sjóðið í potti þar til mjúkar í gegn. Setjið síðan í eldfast mót, setjið salt og pipar yfir og grillið við 220-240°C í um 10-15 mín.

Hvítlaukssósa:
1dl sýrður rjómi
1 tsk dijon sinnep
1 tsk hunang
4 sneiðar af rauðlauk, smátt skorinn
1 hvítlauksgeiri
salt og nýmalaður pipar

Hrærið öll hráefnin saman og kryddið eftir smekk.

Borið fram með fersku salati :)














Comments

Popular Posts