Heilgrillað lambalæri

1 lambalæri
3 msk ólívuolía
2 msk sítrónusafi
2 stk hvítlauksrif
1 tsk cumin
salt og pipar
ferskar kryddjurtir t.d. basilika, mynta og oregano

Skerið ½ cm djúpar rendur ofan í lambalæri þannig að myndist tíglar. Blandið saman olíu, hvítlauk, cumin, sítrónusafa, kryddjurtum, salti og pipar og nuddið kryddleginum vel ofan í kjötið, geymið við stofuhita í 2 klst.

Grillið lærið á meðalheitu grilli í 10 mín og lækkið svo hitann. Grillið áfram í 1 klst. með lokið á grillinu en snúið lærinu reglulega eða á u.þ.b. 10mín fresti. Látið lærið standa með álpappír yfir í 10 mín. áður en það er borið fram.

Berið fram með bökuðum kartöflum, sumarsalati m/ferskum jarðaberjum og heitri ostasósu.

Comments

Popular Posts