Langbestu Súkkulaðibita muffins



Ég er rosalega mikil muffinskerling og finnst ekkert betra en nýbakaðar ljósar muffins með stórum súkkulaðibitum, hvað þá ef þær eru með dökku súkkulaði :) jammí.....

85gr brætt smjör, látið kólna
1 egg
5msk mjólk
1tsk vanilludropar
3msk súrmjólk
150gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/8tsk matarsódi
1/4tsk salt
85gr púðursykur
100gr suðusúkkulaði, saxað

Byrjið á að hita ofninn í 180°C. Blandið þurrefnunum í eina skál og í aðra setið bráðið smjör og egg, þeytið þar til blandan er orðin ljós og létt. Bætið þá mjólk, vanilludropum og súrmjólk og þeytið saman. Hrærið skálunum tveim varlega saman ásamt söxuðu súkkulaðinu og alls ekki of mkið. Deigið á að vera ójafnt. Setjið pappírsmuffinsform ofan í málmform og skiptið deiginu í formin. Bakið í 18-20 mín.

Þessi uppskrift gerir ca. 12 muffins með málm-muffinsforminu frá IKEA.... sem er algjör nauðsyn að eiga ;) ég á 2 :D

Comments

  1. var að prófa þessar fyrir barnaafmæli :) takk fyrir. Mjög góð uppskrift :)
    Kv Anna Huld

    ReplyDelete

Post a Comment

Popular Posts