Vínarterta

Botnar:
325 gr sykur
225 gr smjör
2 egg
550 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk kardimommur
3 msk rjómi eða mjólk
2 tsk möndludropar

Hrærið saman smjör og sykur og þeytið eggjunum saman við. Bætið þurrefnunum útí ásamt kardimommunum, möndludropunum og rjómanum. Hnoðið þar til það er orðir slétt og sprungulaust. Skiptið í 5-7 hluta og fletjið út. Bakið í 10-12 mín við 190°c.

Sveskjusulta:
500 gr sveskjur
Kalt vatn
150 gr sykur
1 msk kanill
1 tsk vanilludropar

Skerið sveskjurnar í bita og setjið þær í pott ásamt svo miklu vatni að það fljóti vel yfir. Hitið að suðu og látið malla við hægan hita í um 15 mín. Hellið þá soðinu af svskjunum og geymið. Setjið sveskjurnar í matvinnsluvél og maukið þær. Hrærið sykri og kanil saman við og síðan 1 dl af sveskjusoði. Setjið aftur í pottinn, hitið og látið malla þar til maukið er orðið þykkt. Takið af hitanum og hrærið vanilludropunum saman við.

Samsetning:
Leggið botnana saman með sultunni á milli. Pakkið kökuna vel saman og geymið á svölum stað helst í 3-4 vikur. Áður en hún er borin á borð er gott að setja smá flórsykurbráð yfir kökuna.

Comments

Popular Posts