Vatnsdeigsbollur


3 dl. Vatn
1 msk sykur
100 gr. Smjörlíki
3 dl. Hveiti
3 egg

Byrjið á að hita ofninn í 190°C með blæstri eða 200°C með undir og yfirhita. Setjið síðan vatn, sykur og smjörlíki saman í pott og hitið við meðalhita þar til smjörlíkið er bráðnað. Slökkvið þá á hellunni og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er samfellt. Færið deigið yfir í hrærivélaskál eða venjulega skál ef þið notið þeytara. Látið deigið kólna aðeins, ef eggin eru sett út í  þegar deigið er heitt þá geta eggin skilið sig og deigið verður ónýtt. Þegar deigið hefur kólnað aðeins þá er eggjunum hrært saman við, einu í senn. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið á bökunarplötu sem þið hafið spreyjað með olíuspreyi. Ef þið eigið ekki sprautupoka er hægt að forma kúlur með skeið. Bakið síðan í 20 – 30 mín (fer eftir hvað þið hafið bollurnar stórar). ALLS EKKI opna ofninn fyrstu 15 mín því þá geta bollurnar fallið.

Gangi ykkur vel

Comments

Popular Posts