Sunnudagsfléttur

2 ½ dl vatn
30 gr pressuger
1 tsk salt
1 tsk sykur
400 – 450 gr hveiti
1 egg til penslunar
birkifræ eða sesamfræ

Leysa pressugerið upp í ylvolgu vatni. Bæta sykri, salti og mest öllu hveitinu. Hræra og hnoða vel. Hefast í klst. Hnoða aftur, skipta í 16 hluta-skipta svo hverjum hluta í þrennt og rúlla hvern bita í 10-12 cm langar lengjur. Flétta saman láta hefast í 15 mín á plötu. Pensla og strá fræjum yfir. Bakað í 200°C í 15-20 mín.

Comments

Popular Posts