Súkkulaðihnútar

3 dl mjólk
100 gr smjör
2 msk þurrger
½ kg hveiti
4 msk sykur
1 tsk salt
2 egg
1 tsk kardimommur
150 gr suðusúkkulaði
Kanilsykur

Hitið mjólk og smjör saman. Blandið þurrefnunum saman ásamt gerinu og setjið eggin og ylvolga mjólkina saman við ásamt dropunum. Hnoðið, setjið svo í skál og láta hefast í 30 mín. Fletjið út, smyrjið bræddu/bituðu súkkulaði á það og búið til snúða/hnúta/annað. Láta hefast í 15 mín á plötu, pensla með eggi og skreyta með kanilsykri. Baka við 175-200°c í 15-20 mín.

Comments

Popular Posts