Skúffukaka Bibbu frænku

Þessi skúffukaka er í miklu uppáhaldi hjá systrunum á Túngötu á Ísafirði.

Skúffukaka:
500 gr hveiti
135gr/9 msk kakó
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt

300 gr sykur
300 gr púðursykur
250 gr mjúkt smjörlíki
+
4 egg
1 ½ b mjólk
1 b súrmjólk
2 tsk van.dropar

Hita ofn í 180°c. Blandið þurrefnunum saman í sér skál og geymið. Hrærið fyrst vel saman smjörlíki og sykur þar til það er ljóst og létt. Síðan eru eggin, mjólkin, súrmjólkin og vanilludroparnir bætt saman við. Að lokum er báðum skálunum hrært saman en ekki lengur en í 2 ½ mín því þá verður hún of stíf. Bakið í 30 – 40 mín.

Kælið og setjið kremið á. Læt fylgja með bæði uppskrift af smjörkremi og glassúr. Bæði hrikalega gott ;)

Smjörkrem:
150 gr mjúkt smjör
1 b flórsykur
½ b kakó
2 msk síróp
1 tsk vanilludropar
2-4 msk mjólk

Hræra smjörið þar til það verður kremkennt, hræra flórsykur og kakói saman við. Setja svo mjólk varlega saman við og enda á dropum og sírópi.

Glassúr:
3 ½ dl flórsykur
1 msk kakó
2 tsk vanillusykur
4 msk brætt smjör
4 msk sterkt kaffi

Comments

Popular Posts