Sangria

1 rauðvín
Appelsína
Sítróna
2 tsk Flórsykur
1 oz Koníak
2 b sprite

Skerið appelsínuna og sítrónuna í sneiðar. Hellið rauðvíninu í könnu og kreistið safann úr ávöxtunum yfir. Setjið síðan sneiðarnar útí ásamt flórsykrinum og koníakinu og hrærið. Geymið inní kæli yfir nótt og fyllið með sprite rétt áður en það er borið fram. Ef á að nota drykkinn strax, notið þá kælt rauðvín eða setjið klaka útí drykkinn.

Þetta er æðislegur drykkur á heitum sumardögum ;)

Comments

Popular Posts