Risotto m/villisveppum

700 ml kjúklingasoð
500 gr villisveppir
4 msk ólívuolía
4 hvítlauksrif
100 gr smjör
1 rauðlaukur
250 gr risotto grjón
100 gr parmesan
Fersk steinselja
Sjávarsalt
Svartur pipar

Soðið er sett í pott og hitað að suðu, halda við suðumark meðan risotto er útbúið. Setjið 3 msk olíu á pönnu og sveppi útí, steikja í um 2 mín setja þá helminginn af hvítlauknum. Hita smjör og 1 msk olíu á pönnu, léttsteikja lauk í mínutu og restina af hvítlauknum. Núna eru grjónin sett útí og hrært með trésleif í 1-2 mín. Svo er soðinu loks hellt útí, hálf ausa í einu. (tekur um 22 mín) Í lokin eru sveppirnir, osturinn og kryddið sett útí. Lokið er sett á og látið standa í 2 mín.

Comments

Popular Posts