Risotto m/kjúkling og sítrónu

4 bollar kjúklingasoð
50 gr smjör
600 gr kjúklingur
2 hvítlauksgeirar
¼ b sítrónusafi
2 msk oregano
1 laukur
1 ½ b Arborio hrísgrjón (risotto grjón, stutt)
2 tsk sítrónubörkur
¼ b parmesan
Salt & pipar

Kjúklingasoðið sett í pott og hitað að suðu, hitinn lækkaður. Kjúklingurinn steiktur með helmingnum af smjörinu. Hvítlaukurinn og sítrónusafinn settur á pönnuna og hitað þar til safinn hefur gufað upp. Bæta lauknum, og hrísgjónunum á pönnuna, soðinu bætt smám sama við. Kryddað til með salti&pipar og parmesan.

Comments

Popular Posts