Peruterta





Botnar:
3 egg
200 gr sykur
¾ dl heitt vatn
150 gr hveiti
½ tsk lyftiduft

Hitið ofninn 180°c. Byrjið á því að stífþeyta saman egg og sykur, (ég þeyti þetta mjög lengi). Bætið þá vatninu, hveitinu og lyftiduftinu og hrærið varlega með sleif. Skiptið deiginu í 2 lausbotna form og bakið í 20 mín.

Krem:
¼ + 1-2dl rjómi  (magn eftir smekk, mér finnst gott að hafa vel af kreminu)

100 gr súkkulaði
4 msk flórsykur
4 eggjarauður

Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar. Eggjarauðurnar og sykurinn er þeytt vel saman, súkkulaðið brætt í vatnsbaði og kælt örlítið, blandið síðan saman við eggjahræruna. Rjómanum er síðan blandað varlega saman við með sleif.

Perur skornar í sneiðar og settar á milli botnanna. Kremið sett á milli og yfir. Skreytið síðan með perum.





Comments

Popular Posts