Nautasteik m/shiitake sveppum og gráðostasósu

4 x 200gr steikur úr lund eða hryggvöðva

Kryddlögur:
4 msk græn ólívuolía
1 msk ferskt tímían
Salt
Pipar

Látið steikurnar liggja í leginum í 3 tíma, þar af einn í stofuhita. Brúnið steikurnar við háan hita í nokkrar mínutur á pönnu þannig að þær fái dökka skorpu. Setjið steikurnar í 180°c heitan ofn í 5-8 mín.

Sósa:
2 box shiitake sveppir
1 peli rjómi
3dl nautasoð
½ gráðostur
Nýmalaður pipar
1 tsk Dijon sinnep
1 hvítlauksrif
1 msk fersk steinselja

Notið sömu pönnu og steikurnar voru brúnaðar á. Bætið olíu á pönnuna og smá mjöri. Skerið sveppina og steikið, bætið soðinu á pönnuna og skafið steikarskófina vandlega af botni hennar. Bætið rjómanum, ostinum, hvítlauknum og steinseljunni og sjóðið við vægan hita uns osturinn er uppleystur. Takið pönnuna af hitanum og setjið sinnepið og steinseljuna útí. Smakkið til með pipar og salti.

Comments

Popular Posts