Mexíkóskur pottréttur

750 gr lambakjöt
2 tsk paprikuduft
4 beikonsneiðar
1 dós niðursoðnir tómatar
1 msk olía
30 gr smjör
2 laukar
1 hvítlauksgeiri
1 msk hveiti
1 msk tómat paste
2 dl rauðvín
1 ½ dl soð
Salt og pipar
½ tsk sykur
Grænmeti
100 gr sveppir
100 gr rjómaostur
1 msk steinselja

Veltið kjötinu upp úr paprikuduftinu. Skerið beikonið í strimla og steikið. Setjið tómatana og safann úr dósinni í blandara. Hitið ofninn í 175°c. Hitið olíu og smjör í eldföstum potti. Brúnið kjötið. Lækkið hitann og bætið beikoni, lauk og hvítlauk útí. Látið brúnast vel. Stráið hveitinu yfir og hrærið vel í. Setjið tómatmaukið, soðinu og rauðvíni saman við. Látið suðuna koma upp. Kryddið með salti, pipar og sykri. Bætið grænmetisbúntinu útí ásamt steinseljunni. Setjið lok á pottinn og setjið í ofninn í 50 mín. Lækkið hitann í 160°c. Bætið rjómaostinum útí og látið hann bráðna. Setjið sveppina saman við og svo aftur í ofninn í 20 mín.

Berið fram með hrísgjónum.

Comments

Popular Posts