Mars-Twix ostakaka

Botn:
3 stk twix
50 gr heilhveitikex
75 gr smjör

Skerið twix í bita og setjið í matvinnsluvél ásamt kexinu. Hrærið smjörinu saman við og hellið í smellu form og þrýstið niður og upp með hliðunum.

Fylling:
400 gr rjómaostur
100 gr sykur
1 d sýrður rjómi
5 matarlímsblöð
1 dl rjómi
40 gr púðursykur
40 gr smjör
3 stk mars

Hærið rjómaostinn vel með sykrinum og blandið svo sýrða rjómanum saman við með sleikju. Leggið matarlímsblöðin í klat vatn og bræðið þau svo í ½ dl af rjómanum. Hrærið saman við ostablönduna með sleikju. Setjið ½ dl af rjóma í pott ásamt smjöri og púðursykri, hitið að suðu og látið sjóða í 2 mín. Hellið helmingnum af ostablöndunni yfir botninn. Skerið mars í bita og dreifið yfir. Jafnið restinni af ostablöndunni yfir. Hellið síðan karamellusósunni yfir og hrærið með prjóni og hreyfið í litla hringi. Kælið í nokkrar klst.

Comments

Popular Posts