Kryddlögur

Fyrir fisk:
2dl ólívuolía
1msk ysta lagið af sítrónuberki, skorið í strimla
1 stöngull sítrónugras, smátt saxaður
½ fenníka, smátt söxuð
1tsk fenníkufræ
2-3msk graslaukur
3-4msk dill, smátt saxað
2msk kóríander, smátt saxað
2msk sítrónusafi
2msk ljóst edik
4tsk nýmalaður hvítur pipar

Leggið fiskinn í löginn og geymið í kæli í 2 klst.

Fyrir kjúkling:
2 vorlaukar
2msk hnetusmjör
2msk sesamolía
6msk kókosmjólk
1msk sesamfræ
½ chilialdin, smátt saxað
4 hvítlauksrif, pressuð
4msk kóríander, smátt saxað
2dl olívuolía

Leggið kjúklinginn í löginn og geymið í kæli í 2-24 klst.

Fyrir lambakjöt:
2dl olívuolía
1tsk nýmalaður pipar
3msk tímían, smátt saxað
3 rósmarínnálar
3msk basilíka, smátt saxað
3msk steinselja, smátt söxuð
3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
2msk ljóst edik

Leggið kjötið í löginn og geymið í kæli í 2-48 klst.

Fyrir nautakjöt:
2dl ólívuolía
1msk tómatþykkni
2msk balsamedik
1msk tímían
4 lárviðarlauf
1dl rauðvín
2 skalotlaukar, skornir í sneiðar
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1msk nýmalaður pipar

Leggið kjötið í löginn og geymið í kæli í 2-24 klst.




Comments

Popular Posts