Kirsuberjaostakaka

Þessi er alltaf góð og fljótgerð. Hana fékk ég hjá Kristínu systur.

1 og hálfur pk homeblest súkkulaðikex
100 gr smjör

Byrjið á því að bræða smjörið í potti. Myljið svo kexið og bætið útí. Þessu er síðan þrýst í botn á fati en ekki of fast.

1 peli rjómi
400 gr rjómaostur
100 gr flórsykur
2 tsk vanilludropar

Rjómaostur og vanilludropar er hrært vel saman og síðan er flórsykrinum hrært saman við. Rjóminn þeyttur og síðan blandað varlega saman við. Þessu er síðan hellt yfir kexblönduna.

Kirsuberjasósa með heilum berjum er síðan hellt yfir allt saman og látið standa í smá tíma í ísskáp.

Comments

Popular Posts