Kanilsnúðar mömmu

Þetta eru klárlega bestu kanilsnúðar í heimi !!!

½ kg hveiti
4 tsk lyftiduft
80 gr smjörlíki
80 gr sykur
1 egg
2 dl mjólk

kanilsykurblanda

smjörlíki
flórsykur
vatn

Hveiti, sykur og lyftiduft sett saman í skál og smjörlíkið mulið útí. Vætt með eggi og mjólk og síðan hnoðað, bara passa að hnoða ekki of mikið. Ég nota alltaf hnoðskál frá tupperware. Flatt út í eina 1/2 cm þykka köku, síðan er bræddu smjörlíki smurt á og kanilsykur stráð yfir. Þessu er svo rúllað upp og skorið í 1 ½ cm þykkar sneiðar. Baka við 180°C þar til gullbrúnir. Flórsykursbráð smurt á um leið og þær koma úr ofninum.

Comments

Popular Posts