Kabuli Korma

400 gr kjúklingakjöt
2 msk olía
1 laukur
1 tsk nýmalaður pipar
1 msk möndluskífur
2 msk coriander lauf
1 tsk fennel fræ
1 dós korma sósa
100 gr tómatar í dós
½ tsk hvítlaukur
½ - 1 dl rjómi

Hitið olíuna á pönnu og steikið laukinn. Bætið kjúklingnum saman við og lokið. Bætið við piparnum og fennel. Hrærið saman, lokið pönnunni og steikið við miðlungshita í 3-4 mín. Hellið korma sósunni saman við ásamt hvítlauknum, tómötunum og ½ af coriander laufunum. Hrærið saman og lokið pönnunni, steikið þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn. Bætið svo rjómanum í restina og skreytið með möndlunum og restinni af coriander laufunum.

Comments

Popular Posts