Ítalskt brauð

Grunnuppskrift:
720gr hveiti
1 bréf þurrger
Volgt vatn
2-3 msk sykur
1 tsk salt

Látið gerið ásamt 1 msk af sykri í vatnsglas og hærið saman og setjið svo örlitla lögg af heitu vatni saman við þannig að fljóti yfir og hrærið aftur í. Látið bíða þar til gerið er uþb að flæða uppúr glasinu. Blandið saman hveitinu, saltinu og afganginum af sykrinum saman á meðan beðið er. Blandið vökvanum síðan saman við og hnoðið. Bætið volgu vatni þar til deigið loðir hæfilega saman. Látið lyfta sér í allt að 90 mín. Hnoðið svo aftur og mótið og látið svo hefast aftur í 30-45 mín. (dugar í 3-4 stórar pizzur eða 2 fyllt brauð og 2 hleifa af focaccia)

Focaccia:
Fylgið grunnuppskrift og fletjið út hlemm með höndunum (1 ½ -2 cm þykkt) og leggið á smjörpappír á plötu.

Kryddlögur:
Blandið saman niðurrifnu fersku basil, ólífuolíu, salti, nýmöluðum pipar, svolitlu chilidufti og hvítlauk. Makið á brauðið þannig að allt löðri í olíu. Potið síðan holur í deigið með fingrunum og troðið þannig kryddinu inní brauðið. Gott af rófa parmigiano ost yfir. Látið lyfta sér í 45 mín og bakið við 220°c í 15 mín.

Líka gott að setja svartar olívur í holurnar og baka þannig.

Comments

Popular Posts