Ítalskar kjötbollur

Bollur:
8-10 sneiðar gróft brauð
½ - 1 b vatn
2 egg
300 nautahakk
¼ - ½ b ostur
2 msk steinselja
1 tsk salt
Nýmalaður pipar

Brauðið bleytt í vatninu og síðan tætt í blandara. Bollurnar steiktar eða látnar malla í sósunni.

Sósa:
2 hvítlauksgeirar
3 msk ólívuolía
1 dós tómatar
1 b tómat-paste
1 ½ b vatn
1 ½ tsk salt og pipar
1 ½ tsk oregano
1 lárviðarlauf
1 tsk sykur

Hvítlaukurinn marinn og léttsteiktur í ólívuolíunni (passið að brenna ekki hvítlaukinn). Setjið síðan tómatana, tómat-paste og vatn á pönnuna og komið upp suðu. Kryddið þá sósuna og setjið bollurnar útí.

Gott með soðnu spaghetti og strá nýrifnum parmesean osti yfir.

Comments

Popular Posts