Hnoðaðar skonsur

250 gr hveiti
60 gr mjúkt smjör
80 gr flórsykur
4 tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 egg
½ dl nýmjólk, rjómi eða bland

Hnoðið saman hveiti og smjör þar til blandan er eins og brauðmylsna. Hnoðið flórsykri, lyftidufti og salti saman við. Hnoðið síðan eggjunum við og bindið deigið saman með mjólk eða rjóma. Passa að hnoða samt ekki of mikið. Fletja út og hafa um 2 cm á þykkt. Stingið út hringi með móti eða glasi. Penslið með hrærðu eggi eða smá rjóma. Bakið við 200°c í 10-15 mín eða þar til þær hafa tekið lit.

Comments

Popular Posts