Granólaterta Súfistans

Þessi er frá Kaffihúsinu Súfistanum.

6 egg
220 gr sykur
80 gr heslihnetur, saxaðar/flögur
200 gr granóla morgunkorn
30 gr kornflögur, muldar
150 gr súkkulaði, saxað
100 gr hveiti
2 tsk lyftiduft

Þeytið egg og sykur vel saman þar til blandan er ljós og létt. Blandið þá þurrefnunum varlega saman við með sleif. Smyrjið tvö 30 cm form og skiptið deiginu jafnt á milli. Bakið við 170-180°C í 20-25 mín.

Karamellukrem:
150 gr púðursykur
50 gr smjör
3 dl rjómi
örfáir vanilludropar

Setjið allt saman í pott og sjóðið þar til blandan þykknar. Látið kólna.

Leggið botnana saman með rjóma á milli og hellið karamellunni yfir.

(Mér fannst botnarnir vera dálítið stórir og því varð kakan hrikalega saðsöm. Spurning um að prófa að minnka hana í 2/3 og gera þá aðeins úr 4 eggjum. Held ég prófi það næst ;)

Comments

Popular Posts