Finnskur draumur

Rúllutertubotn:
4 egg
1 ½ dl sykur
4 msk hveiti
2 msk kartöflumjöl
2 msk kakó
1 tsk lyftiduft

Þeytið saman egg og sykri. Blandið þurrefnunum saman við. Látið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið deiginu þar á. Bakið við 200°c í uþb 10 mín. Látið kólna meðan fyllingin er útbúin.

Fylling:
2 bananar
2 dl þeyttur rjómi
1 dl sýrður rjómi

Stappið banana og blandið þeim saman við rjómann. Dreifið fyllingunni yfir kökuna og rúllið henni upp. Látið kökuna bíða í kæli í klst.

Krem:
100 gr súkkulaði
2 msk smjör
2 tsk sterkt kaffi

Bræðið saman smjörið og súkkulaðið við vægan hita. Bætið þá kaffinu saman við. Smyrjið kreminu yfir kökuna og skreytið með söxuðum hnetum og rifnu súkkulaði. Geymið í kæli þar til hún er borin á borð.

Comments

Popular Posts