Einfalt og gott

350 gr kartöflur
25 gr smjör
800 gr ýsa eða annar góður fiskur
6 msk pesto
4 tómatar

Hitið ofninn í 200°c. Skerið kartöflurnar í sneiðar og sjóðið í 7-10 mín. Smyrjið eldfast mót með smjörinu, leggið ýsuflökin á og kryddið með salti og pipar. Setjið 1 msk af pesto ofaná hvert fiskstykki. Raðið síðan kartöflunum ofan á. Skerið tómatana í tvennt og raðið þeim í kring. Smyrjið örlitlu af pesto ofan á hvern tómat og hellið smjörinu yfir karföflurnar. Bakið í 20 mín. Berið fram með góðu brauði.

Comments

Popular Posts