Dhaba Murgh

750 gr kjúklingabringur
2 msk olía
1 tsk sinnepsfræ
1 laukur
½ tsk engifermauk
½ tsk hvítlauksmauk
2 tsk coriander
1 tsk turmeric
1 tsk chiliduft
1 tsk cumin
1 tsk garam masala
1 rautt chili
2 msk tómatpaste
2 b kjúklingasoð
Safi úr ½ sítrónu
Ferskt coriander

Hitið olíu á pönnu og látið sinnepsfræin krauma örlítið. Bæta lauk og steikja þar til hann verður glær. Setja þá engifer, hvítlauk saman við, næst turmeric, chili, cumin og garam masala. Hræra þessu öllu vel saman og bæta svo chili, tómatpaste og soði útí. Skera kjúklingabringurnar í bita og bæta þeim útí. Sjóða í u.þ.b. 15 mín. Bragðbæta með salti og sítrónusafa eftir smekk. Enda á að strá fersku coriander yfir réttinn.

Comments

Popular Posts