Brúnterta barnanna
250 gr hveiti
300 gr sykur
125 gr smjörlíki
3 egg
½ tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
3 msk kakó
½ tsk salt
2 ½ dl mjólk
Hræra sykur og smjörlíki vel saman, bætið eggjunum við einu í senn. Bætið þurrefnunum útí og síðan mjólkinni. Látið í 2 tertuform og bakið við meðalhita í 20 mín.
Smjörkrem:
300 gr smjör
300 gr flórsykur
4 karamellu pipp
Hrærið smjör og flórsykur saman. Brærið pippið í vatnsbaði og blandið svo saman við. Skreytið með m&m eða smarties.
Comments
Post a Comment