Besta Naan brauðið



2/3 b volg mjólk
2 tsk sykur
2 tsk þurrger
450 gr hveiti
½ tsk salt
1 tsk lyftiduft
2 msk ólívuolía
170 ml hrein jógúrt

50 gr smjör
1-2 hvítlauksrif
kóríander eða annað grænt krydd (nota stundum oregano eða basil)

Setjið mjólkina í skál, bætið 1 tsk af sykri og þurrgeri saman við. Sigtið hveiti, salt og lyftiduft saman við, síðan olían, jógúrtin og 1 tsk af sykri. Látið hefast í klst. Forhitið ofninn á hæstu stillingu. Notið þyngstu bökunarplötuna (eða pizzustein). Kýlið deigið niður og hnoðið aftur. Skiptið í 6 hluta, fletjið út. Takið heita plötuna út og setjið naan brauðin á hana og strax aftur inní ofninn í 3 mín. Undir grillið í 30 sek. Vefjið inní viskastykki. Á meðan er smjörklípa brædd í örbylgjuofni, ekki hita of mikið því smjörið á ekki að vera sjóðandi. Kremjið síðan hvítlauksrifin út í smjörið og penslið brauðin með smjörinu, sáldrið síðan kryddinu yfir, best ef kryddið er ferskt en þurrkað gengur líka, og berið volg á borð.

fyrir 6

Comments

Popular Posts