Besta eplakaka sem ég hef smakkað
400 gr hveiti
300 gr sykur
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
1/4 tsk múskat
3 stór egg
3 epli (jonagold eða önnur sæt epli)
2 1/4 dl olía
2 tsk vanilludropar
1 dl eplasafi
100 gr pekanhnetur eða aðrar hnetur
Hitið ofninn í 175°C. Blandið saman í sér skál hveiti, sykur, matarsóda, salt, kanil og múskat. Þeytið síðan eggin þar til þau eru létt og loftkennd. Skrælið eplin og skerið í litla bita. Bætið síðan eplunum útí eggjahræruna og hrærið með sleif ásamt olíunni, vanilludropunum, eplasafanum, hnetunum og hveitiblöndunni. Setjið deigið í 22x30cm ofnskúffu og bakið í 34-40 mín.
Karamellubráð:
150gr púðursykur
70 gr smjör
1 1/2 dl rjómi
1 tsk vanilludropar
Á meðan kakan er í ofninum setjið allt sem fer í karamellubráðina nema vanilludropana í pott og sjóðið þar til sykurinn er uppleystur og bætið þá dropunum útí.
Þegar kakan kemur út úr ofninum þá hellið þið karamellubráðinni yfir heita kökuna. Berið fram með þeyttum rjóma.
Hæ hæ, verð að segja að þessi kaka er LÍKA besta eplakaka sem ég hef smakkað! Alveg hrikalega góð!!!! SLURP! :)
ReplyDeletemmm hljómar vel! er hún góð daginn eftir? Mig langar að baka hana í kvöld en fæ gesti á morgun.
ReplyDeleteAfsakið hvað ég svara seint en fyrir þá sem eru líka að hugsa það sama þá já hún er mjög góð daginn eftir líka :) langbest samt nýbökuð og volg
ReplyDelete