40 geira kjúklingur

Þennan rétt hef ég heyrt mikið um en ekki ennþá prófað. Skilst að hann sé alveg frábær.

4-5 heilir hvítlaukar
1.5 kg kjúklingur
1 sítróna
Sjávarsalt
Nýmalaður pipar
1-2 kvistir estragon
1 msk smjör
1 msk ólívuolía
1 msk koník
5 msk þurrt hvítvín

Ofinn hitaður í 190°c. Takið hvítlaukana í sundur (óþarfi að afhýða). Skerið sítrónuna í tvennt og kreistið safann ú öðrum helming yfir kjúklinginn og setja svo hinn helminginn innan í kjúllann ásamt estrogoninu. Hita smjör og olíu og brúna kjúklinginn við meðalhita. Hella brandí og bera eld að. Bíða þar til eldur slokknar og stinga þá hvítlauksrifunum inní og í kringum kjúllann. Elda í 75 mín.

Comments

Popular Posts