Hrákaka með ávöxtum


Botn:
250 gr. döðlur
3 msk kókosolía
1 banani
1 msk agave síróp
2 dl tröllahafrar/haframjöl
2 msk lífrænt kakóduft
2-3 dropar karamellu stevia (má sleppa)


50 gr 70% sykurlaust súkkulaði með myntubragði, saxað niður
50 gr Suðusúkkulaði/70% súkkulaði brætt
Ávextir
Kókosflögur

Döðlurnar skornar niður og settar í pott. Vatn látið fljóta yfir og soðið í nokkrar mín. Hellið vatninu af og stappið bananann samavið. Setjið sírópið, hafrana, kakóduftið og steviuna saman við. Setjið í glerform, dreifið saxaða súkkulaðinu yfir og látið aðeins bráðna. Skellið forminu síðan í frysti á meðan ávextirnir eru skornir niður og súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði

Ofan á kökuna setti ég 1 lítið epli, 1 kiwi og 3 jarðarber, hellti síðan bráðna súkkulaðinu yfir og að lokum stráði ég kókosflögum yfir.

Kakan er góð ein og sér en þeyttur rjómi er alveg eðall með.

Comments

Popular Posts