Dúnmjúk amerísk súkkulaðikaka

3/4 b olía
1 egg
2 tsk vanilludropar
1 b púðursykur
1/2 b sykur
1 plata suðusúkkulaði (uppskriftin gefur upp 2 plötur en ég held að 1 sé feikinóg, verður mjög saðsöm)
2 b hveiti
2/3 b kakó
1 msk matarsódi
1/2 tsk salt
1 b volgt vatn
170 ml sýrður rjómi/súrmjólk

Hitið ofninn í 170°C. Byrjið á að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði. Blandið síðan saman olíu, eggi, vanilludropum, púðursykri, sykri og bræddu súkkulaði í hrærivélaskál í ca 2 mín. Blandið síðan restinni af hráefnunum saman varlega saman við og ekki of lengi.

Setjið í 2 lausbotna bökunarformum og bakið í 30-35 mín.

Súkkulaðikrem:
250 gr smjör
500 gr flórsykur
5 msk kakó
4 msk vatn

Blandið öllu saman og hrærið vel.

Comments

Popular Posts