Pöllukökur

Uppskrift fengin úr Vikunni

100 gr smjör
1 dl sykur
1 dl púðursykur
1 egg
2 dl hveiti
2 dl haframjöl
2 dl kornflex/rice crispies
1 dl kókosmjöl
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 200°C. Hrærið smjöri og sykri/púðursykri vel saman. Bætið egginu útí og hrærið. Setjið síðan restina af hráefnunum saman við og hrærið varlega saman. Setjið kökurnar á bökunarklædda ofnplötu með teskeið og bakið í 5 mín.

Hægt að setja bráðið súkkulaði og hnetubita ofaná ef vill, en ég gerði þær bara plain.

Comments

Popular Posts