Múskatkökur

Uppskrift fengin úr Vikunni

300 gr púðursykur
225 gr smjör
2 egg
375 gr hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk múskat
grófsaxað súkkulaði eða súkkulaðidropar

Hitið ofninn í 200°C. Hrærið púðursykurinn og smjörið vel saman. Bætið síðan eggjunum útí, einu og einu í senn. Síðan restinni af hráefnunum nema súkkulaðinu. Mótið í kúlur og setjið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og stingið súkkulaðibita ofan á hverja köku. Bakið í 4-5 mín.

Comments

Popular Posts