Osta og jógúrtmarineraður kjúklingur á spjóti

Uppskrift úr vikunni

900 gr af kjúkling (virkar líka á lambakjöt)

Marinering:
2 tsk rifin engiferrót
2 hvítlauksrif, rifin
100 gr grísk jógúrt
1 msk hveiti
5 msk rifinn mexíkóostur
1 tsk cayenne pipar
1 tsk paprikuduft
salt og pipar

Maukið allt saman í matvinnsluvél. Setjið kjötið í marineringuna og þekið vel, kælið í 2 klst. Kjötið er síðan þrætt uppá spjótin og grilluð á öllum hliðum við meðalhita í 8-10 mín.

Fylltar tortillakökur:
16 tortillakökur
2 mexíkóostar
1 dós maísbaunir
1 rauðlaukur

Saxið laukin smátt og setjið í skál. Rífið ostinn og setjið saman við, bætið baununum að lokum útí og blandið vel.

Dreifið ríflega af fyllingunni á tortillaköku og leggið aðra ofan á. Grillið snögglega á neðri grind eða þar til osturinn er bráðinn. Skerið hverja köku í fernt með pizzaskera.

Raita:
1 gúrka
350 gr grísk jógúrt
1 hvítlauksrif
salt og pipar

Rífið gúrkuna á hreinan klút, kreistið síðan klútinn til að ná sem mestum vökva úr gúrkunni. Blandið síðan öllu hráefninu saman.

Einfalt sumarsalat:
klettasalat
blaðlaukur
tómatar
gúrka
melóna

Comments

Popular Posts